Skólaþing Gerðaskóla

Skólaþingið er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á skólastarfi. Þar verður möguleiki á að koma með hugmyndir um hvernig hægt er að efla skólastarfið. Þema skólaþingsins er - Hvað einkennir góðan skóla? 

Allir sem hafa áhuga á skólastarfi almennt eru hvattir til að mæta og hafa áhrif á þróun skólans. Skólaþingið verður haldið á sal skólans fimmtudaginn 24. mars kl 17:00.