Skólastarfið frá og með 23. nóvember til og með 1. desember

Skólastarf mun fara í nánast eðlilegt horf hjá 1. - 7. bekk frá og með mánudeginum 23. nóvember.

Nemendur mæta samkvæmt stundatöflu. Við munum gera ráðstafanir með matsalinn þannig að fleiri nemendur geti borðað þar en 5. og 6. bekkur mun borða matinn í stofum.

Allar sérgreinar verða kenndar, þar með eru íþróttir og sund.


Frístundaskólinn fer líka í eðlilega starfsemi og verður opinn frá því skóla lýkur til kl. 16:15.

Við bætum við tíma hjá 8. - 10. bekk og verða þeir bekkir í skólanum frá kl. 8:15 - 12:10. Þeir sem eru í mataráskrift geta sótt sér mat í mötuneytið og borðað í stofu áður en haldið er heim. Nemendur fylgja hefðbundinni stundatöflu innan tímarammans.

Við minnum á starfsdag miðvikudaginn 25. nóvember, þá er frí hjá nemendum og frístundaskólinn lokaður.