Skólastarf næstu daga/School schedule

Nú er ljóst að skólastarf mun raskast verulega í ljósi takmarkana sem sóttvarnalæknir hefur sett.
Meginlínan í Gerðaskóla verður sú að nemendur eru í skólanum fyrir hádegi. Nemendur mæta þó á mismunandi tímum á morgnana og fara heim á mismunandi tímum. Skólaselið verður opið frá kl. 11:00 - 14:00. Ef foreldrar þurfa ekki að nýta sér þjónustuna meðan samkomubann gildir biðjum við ykkur að hafa samband við Önnu, skolasel@gerdaskoli.is.

Hér að neðan getið þið séð hvenær hver bekkur á að mæta og hvaða inngang á að nota:

1. bekkur mætir kl. 8:15 - 11:00 - notar inngang við 1. bekk.
2. bekkur mætir kl. 8:30 - 11:15 - notar inngang við 1. bekk.
3. bekkur mætir kl. 8:15 - 11:00 - notar aðalinngang.
4. bekkur mætir kl. 8:30 - 11:15 - notar aðalinngang.
5. bekkur mætir kl. 8:50 - 12:00 - notar aðalinngang.
6. bekkur mætir kl. 9:00 - 12:10 - notar aðalinngang.
7. bekkur mætir kl. 8:50 - 12:00 - notar unglingainngang.
8. bekkur mætir kl. 9:00 - 12:10 - notar unglingainngang.
9. bekkur mætir kl. 9:10 - 12:20 - notar unglingainngang.
10. bekkur mætir kl. 9:20 - 12:30 - notar inngang við gervigrasvöll

Við höfum skipt nemendum í hópa þar sem hver hópur má ekki vera stærri en sem nemur 20 nemendum á sama svæði. Tímasetningarnar eru mismunandi því við megum ekki blanda hópum saman. Við biðjum ykkur að virða þessar tímasetningar, ekki senda börnin of snemma í skólann og ekki of seint.

Öll sundkennsla fellur niður en við reynum að koma úti hreyfitíma fyrir í dagsskipulaginu og því er mikilvægt að allir komi klæddir eftir veðri. List- og verkgreinakennsla fellur niður sem og valgreinar á unglingastigi.

Matur verður afgreiddur inn í stofur áður en nemendur fara heim og verður boðið upp á samlokumáltíðir og ávöxt fyrir þá sem eru í áskrift hjá Skólamat. Við hvetjum nemendur til að koma með brúsa að heiman til að drekka vatn yfir daginn sem og með hádegismatnum. Nemendur verða á sínu svæði frá því þeir koma og þangað til þeir fara heim fyrir utan úti hreyfitíma. Því verða allir að hafa með sér hollt og gott nesti.

Á meðan að á þessum takmörkunum stendur eru foreldrar og aðrir beðnir um að koma ekki inn í skólann heldur senda frekar tölvupóst á viðkomandi kennara eða hringja.

Við munum taka á móti nemendum við inngangana og fylgja þeim þangað aftur þegar skóla lýkur.

Á þessum tímum skiljum við vel ef foreldrar vilja hafa börn sín heima og biðjum við ykkur þá að hafa samband við umsjónarkennara eða ritara.

 

Dear parents/guardians

In light of recent events it is clear that school hours and schedule will be disrupted for the next few weeks.
The new schedule for Gerðaskóli will be from morning to noon. Each class has a different time schedule (see below). Skólasel will be open from 11:00 - 14:00. If parents are not sending their child to Skólasel while the Icelandic Minister of Health's ban on public events and gatherings takes place please contact Anna at: skólasel@gerdaskoli.is

Schedule of class arrival and departure from school and which entrance to use:
1. grade 08:15 - 11:00 - use entrance near 1. grade homeroom
2. grade 08:30 - 11:15 - use entrance near 1. grade homeroom.
3. grade 08:15 - 11:00 - use main entrance.
4. grade 08:30 - 11:15 - use main entrance.
5. grade 08:50 - 12:00 - use main entrance.
6. grade 09:00 - 12:10 - use main entrance.
7. grade 08:50 - 12:00 - use entrance near the gym hall.
8. grade 09:00 - 12:10 - use entrance near the gym hall.
9. grade 09:10 - 12:20 - use entrance neat the gym hall.
10. grade 09:20 - 12:30 - use the entrance next to the soccer field

We have divided the students into groups as each group cannot have more than 20 persons in the same room. That is why they each have a different time schedule, so they do not mix together. Please be aware of the time your child must come to school and make sure they do not come too early or too late.

All swimming lessons are cancelled but we will try to fit in some type of exercise during the day, therefore it is important that the children come dressed according to the weather. All arts and design classes are cancelled as are all elective classes.

Lunch will be provided for those that have subscribed to Skólamatur. The food will be brought to the students in their classroom before they go home. Lunch provided will be a sandwich and a fruit. We encourage students to bring their own water bottle to school for drinking. Students will be in their classroom from arrival to departure unless they go outside with their teacher for some exercise. All students need to bring a healthy snack for the day.

While this ban on public events and gathering is going on we ask that parents and others do not come inside the school building. Please send e-mails to the relevant teacher or phone the school if you need any information.
There will be a staff member at each entrance to greet students at the beginning of school and to see them off at the end of the school.

During this time, we understand if parents/guardians choose to have their children at home and ask that you contact the child's teacher or the school secretary.

With appreciation,
School administrators of Gerðaskóli