Skólastarf á nýju ári

Ný reglugerð um skólastarf sem gildir frá 1. janúar 2021 til og með 28. febrúar 2021 er komin. Helstu breytingar eru þær að hægt er að kenna öllum nemendum samkvæmt stundaskrá. Nemendur mega mest vera 50 saman í rými en engin fjöldatakmörkun gildir í sameiginlegum rýmum eins og göngum og matsal. Kennsla hefst því samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar og kennsla valgreina hefst 11. janúar þegar 3. valgreinalota hefst samkvæmt skóladagatali.

Breytingar sem snúa að starfsmönnum eru að þeim er heimilt að vera 20 saman í rými en ekki 10. Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra reglu þeirra á milli innandyra ber þeim að nota grímur. Í sameiginlegum rýmum, m.a. matsal verður heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun, að því gefnu að starfsfólk noti grímur. Þessar reglur gilda einnig um frístundaheimili, skipulagt íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarf og um störf í félagsmiðstöðvum.

Við hvetjum alla til að halda áfram að huga að persónulegum sóttvörnum og biðjum við þá sem eru með einkenni Covid 19 að vera heima og panta tíma í sýnatöku.

Því miður verðum við áfram að takmarka aðgengi forráðamanna og annarra gesta og einungis heimila allra nauðsynlegustu heimsóknir í skólann.