Skólaslit vorið 2020

Skólaslit Gerðaskóla fóru fram fimmtudaginn 4. júní. Þau voru með óhefðbundnu sniði þetta árið vegna kórónuveirufaraldursins. Kór Gerðaskóla opnaði hátíðina undir stjórn Freydísar Kneifar. Eva Björk skólastjóri hélt ávarp. Jóhanna Kristín og Auður Díana veittu nemendum viðurkenningu fyrir þáttöku og vel unnin störf í vinaliðaverkefninu frá 3. – 7. bekk.

 

Kvenfélagið Gefn gáfu gjafir sem veittar voru sem viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í list- og verkgreinum í 7. bekk.

Þær hlutu;

Þórdís Sara Þórisdóttir – Sjónlistir

Heimir Rafn Rúnarsson – Smíði og hönnun

Fannar Logi Sigurðsson – Heimilisfræði

Valdís Árný Jóhannsdóttir – Textílmennt

 

Gerðaskóli veitti viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í 8. og 9. bekk.

Þær hlutu;

Sólveig Hanna Davíðsdóttir úr 8.bekk. og Viktoría Isolde Nooteboom úr 9.bekk.

 

Gerðaskóli, danska sendiráðið og Knattspyrnufélagið Víðir gáfu gjafir sem veittar voru sem viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í eftirfarandi greinum;

 

Íslenska – Berglind Steinunn Heimisdóttir

Enska – Berglind Steinunn Heimisdóttir

Stærðfræði – Berglind Steinunn Heimisdóttir

Danska – Berglind Steinunn Heimisdóttir

Náttúrugreinar – Berglind Steinunn Heimisdóttir

Samfélagsgreinar – Berglind Steinunn Heimisdóttir og Tómas Freyr Jónsson

Skólaíþróttir – Tómas Freyr Jónsson

 

Sérstök umhverfisverðlaun féllu í skaut Tómasar Freys Jónssonar og hlaut hann bókaverðlaun frá Kölku.

 

Dagný Hildisdóttir, Hallfríður Þorsteinsdóttir, Magnús Helgi Guðmundsson, Jón Jóel Ögmundsson og Vignir Bergmann starfsmenn til margra ára fengu þakklætisvott fyrir langan og farsælan feril í Gerðakóla en þau láta nú öll af störfum.

 

Eva Björk skólastjóri sleit að lokum Gerðaskóla í 147. sinn.