Skólaslit og útskrift

Skólaslitin í Gerðaskóla voru haldin þriðjudaginn 5. júní. Að því tilefni voru veittar viðurkenningar til nemenda sem staðið sig hafa vel.

Nemendur í 3.-7. bekk sem tóku þátt í Vinaliðaverkefninu á skólaárinu fengu viðurkenningu fyrir störf sín.

Stúlkurnar í 4. JH fengu viðurkenningu fyrir einstakan dugnað og áhugasemi í textílmennt.

Nemendurnir í 6. LF fengu viðurkenningu fyrir mikinn áhuga og dugnað í náttúrugreinum.

Nemendur í söngleiknum Rocky Horror fengu viðurkenningu fyrir einstakan dugnað, áhugasemi og skemmtilega framkomu.

Nemendur í nemendaráði fengu viðurkenningu fyrir störf sín.

Kvenfélagið Gefn gaf nemendum í 7. bekk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Gerður Rós Ólafsdóttir fékk viðurkenningu í heimilisfræði og textílmennt, Emilía Nótt Magnúsdóttir fékk viðurkenningu í hönnun og smíði, Viktoría Isolde Nooteboom fékk viðurkenningu í sjónlistum og Emilía Hrönn Aguilar fékk viðurkenningu í tónmennt.

Dominik Kapera og Óskar Mikolaj Zarski fengu viðurkenningu fyrir þátttöku sína í skemmtilegu verkefni með 1. bekkingum.

Tómas Freyr Jónsson í 8. bekk og Amelía Björk Davíðsdóttir í 9. bekk fengu viðurkenningu fyrir mjög góðan námsárangur.

Í 10. bekk voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.

Arndís Lára Kristinsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur í íslensku, stærðfræði, dönsku, ensku, samfélagsgreinum og náttúrugreinum.

Tinna Katrín Owen hlaut viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur í náttúrugreinum.

Knattspyrnufélagið Víðir veitti að lokum viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur í skólaíþróttum. Arnhildur Unnur Kristjánsdóttir, Danieline Baquiran, Jundee Axel Apas Lim og Ólafur Jóhann Pétursson hlutu þær viðurkenningar.