Skólaslit – lestrarupplifun með Ævari vísindamanni

Í október munu nemendur á mið- og unglingastigi taka þátt í lestrarupplifun ásamt nemendum í Reykjanesbæ og Vogum, sem Ævar vísindamaður mun stýra ásamt kennsluráðgjöfum. Áherslur verkefnisins sneru í upphafi að drengjum og lestri og var því gerð könnun í vor sem verkefnið byggir á. Hefur verkefnið þróast út í nýstárlega lestrarupplifun með áherslu á skapandi og verklega vinnu ásamt því að áhugasvið og hugmyndir nemenda fái að njóta sín í verkefnavinnunni.

Verkefnið er í raun saga eftir Ævar, sem ber heitið SKÓLASLIT og birtist á síðunni https://www.skolaslit.is/ á hverjum degi í október. Einn kafli birtist á hverjum degi og lýkur sögunni á hrekkjavökunni, en sagan er hrollvekja fyrir börn og unglinga.

Nemendur í 5. – 10. bekk munu taka þátt í verkefninu á skóladögum en við hvetjum foreldra til að taka þátt í verkefninu um helgar og skapa þannig lestrarupplifun með börnunum.