Skólaslit Gerðaskóla skólaárið 2021-2022

Skólaslit Gerðaskóla voru haldin með hátíðlegum brag þann 2. júní en þá var skólanum slitið í 149. skiptið. Að þessu sinni var árgöngum skólans skipt í tvennt þar sem 1. – 6. bekkur komu saman og svo 7. – 10. bekkur. Nemendur úr 2. – 5. bekk fluttu nokkur sönglög fyrir gesti og stóðu sig með stakri prýði. Einnig fluttu tveir nemendur úr 7. bekk fjórhent lag á píanó. Foreldrar útskriftarnemenda buðu nemendum 10. bekkjar og starfsfólki skólans í veglegt kaffisamsæti að skólaslitnum loknum.

Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri flutti ávarp og lagði þar m.a. áherslu á jákvæð samskipti heimilis og skóla og mikilvægi samstarfs allra sem koma að námi nemenda. Eva Björk ávarpaði einnig útskrifarárgang skólans og hvatti þau til góðra verka í framtíðinni með ósk um að þau haldi áfram að koma skoðunum sínum á framfæri og knýja fram breytingar, biðja um aðstoð þegar við á og fylgja draumum sínum.

Við skólaslit er gott að líta yfir farinn veg og bera uppskeru skólaársins augum. Veittar voru viðurkenningar fyrir list- og verkgreinar í 7. bekk, auk viðurkenningar frá Tæknigarði. Í 8. og 9. bekk voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Fjórir nemendur 10. bekkjar hlutu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur og þrír nemendur í 10. bekk hlutu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í íþróttum.

Starfsfólk Gerðaskóla þakkar nemendum, foreldrum og forráðamönnum fyrir samstarfið á liðnu ári, með ósk um áframhaldandi góð og jákvæð samskipti. Við sendum útskrifarárgangi Gerðaskóla árið 2022 innilegar hamingjuóskir með áfangann, megi framtíðin verða björt.

Hægt er að skoða myndir frá skólaslitum hér

Eftirtaldir nemendur hlutu viðurkenningu skólaárið 2021-2022:

Kvenfélagið Gefn veitti viðurkenningar til nemenda í 7.bekk sem voru að klára sitt síðasta ár í list- og verkgreinum:

Unnar Sigmundur Magnússon í heimilisfræði

Berglind Harpa Óladóttir í textílmennt.

Árni Ragnar Oddsson í smíði.

Elísa Tan Doro-On í sjónlistum.

Viðurkenning fyrir áhuga og hjálpsemi í Tæknigarði;

Árni Ragnar Oddsson

Viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í 8. og 9. bekk:

Rúnar Máni Svansson í 8. bekk

Aleksander Klak og Hjörtur Líndal í 9. bekk.

Viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í 10. bekk:

Hafþór Ernir Ólason

Heba Lind Guðmundsdóttir

Natalia Porzezinska

Sólveig Hanna Davíðsdóttir

Knattspyrnufélagið Víðir veitti viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í skólaíþróttum.

Bragi Valur Pétursson

Haraldur Daði Jónsson

Sólveig Hanna Davíðsdóttir