Skólabúðirnar Reykjaskóli

Mánudagsmorguninn 19. nóvember fóru nemendur í 7. bekk  í Hrútafjörð þar sem bekkurinn mun dvelja alla skólavikuna í skólabúðum Reykjaskóla. Mikil eftirvænting var í hópnum bæði hjá nemendum og ekki síður foreldrum. Mörg barnanna voru að fara að heiman í fyrsta skipti og getur fjarveran reynt á bæði börn og foreldra. Markmið skólabúðanna er m.a. að auka samstöðu og samvinnu nemenda og að venja nemendur við að búa fjarri foreldrahúsum eins og kemur fram á heimasíðu Skólabúðanna. Umsjónarkennari bekkjarins Kolbeinn Skagfjörð og Bára Kristín Þórisdóttir fóru með hópnum.