Skipulagsdagur og samskiptadagur

Við minnum á skipulagsdaginn á morgun, miðvikudaginn 13. október. Þá eru nemendur í fríi og Skólaselið lokað.

Fimmtudaginn 14. október er samskiptadagur í Gerðaskóla. Þann dag eiga kennarar, nemendur og foreldrar samtal um hvernig gengur í skólanum.

Skólaselið er opið frá kl. 8:15 - 16:15 þennan dag fyrir þá sem eru skráðir þar.