Skertur nemendadagur og starfsdagar.

Miðvikudagurinn 2. október er skertur nemendadagur. Þá eru nemendur í skólanum frá kl. 8:15 - 9:45. Þennan dag fer stór hluti starfsfólks skólans í námsferð til Crawley.

Skólaselið er opið til kl. 16:15 fyrir þá sem eru skráðir þar.

Það eru skipulagsdagar 3. og 4. október og eru nemendur í fríi þá daga. Skólaselið er þá lokað.