Skautaferð

Fimmtudaginn 4. febrúar fara 5. – 10. bekkur í skautaferð í Skautahöllina í Laugardal. Lagt verður af stað með rútu frá Gerðaskóla kl. 8:15 um morguninn, þeir nemendur sem eru í skólamat fá samloku og safa í ferðinni sjálfri.

Áætlað er að vera á skautum til kl 11:30 og leggja þá af stað heim, nemendur fara heim að ferð lokinni.

Aðgangseyrir í skautahöllina er 500 kr. og þeir nemendur sem eiga skauta taka þá að sjálfsögðu með sér.

Hægt er að leigja skauta og þá greiða nemendur 250 kr. að auki fyrir leiguna.

Vinsamlegast greiðið ferðina fyrir miðvikudaginn 3.febrúar hjá umsjónarkennara eða ritara skólans.

Það er skylda að vera með vettlinga á svellinu og hjálm sem við fáum á staðnum – það er gott að vera í þykkum sokkum - munum að klæða okkur vel.

 

Bestu kveðjur

Starfsfólk Gerðaskóla