Skapandi skrif

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur kom í gær og heimsóttir 5. og 6. bekk og ræddi ritlist eða skapandi skrif. Hann fór yfir hvernig hann undirbýr bók með því að teikna upp ,,beinagrind“, búa til söguþráð og skapa persónur. Einnig ræddi hann hvað þarf að hafa í huga við bókaskrif eða við að skrifa ritgerð. Hann las aðeins upp úr ólíkum verkum til að sýna dæmi. Að lokum lagði hann verkefni fyrir nemendur, sem reyna á ímyndunaraflið, hugrekki og sköpunarkraft. Nemendur voru virkilega áhugasamir og nýttu kennsluna vel.

Hér eru myndir frá deginum.