Skáld í skólum í Gerðaskóla

Nemendur í 7. -10. bekk fengu tvo rithöfunda í heimsókn síðastliðinn föstudag. Þau Hildur Knútsdóttir og Alexander Dan Vilhjálmsson heimsóttu okkur með erindi sitt Furðusögur og forynjur en þau hafa bæði skrifað bækur fyrir unglinga og ungmenni.

Höfundamiðstöð RSÍ býður grunnskólum á hverju ári upp á bókmenntadagskrár undir nafninu Skáld í skólum þar sem höfundar heimsækja skólana til að fjalla um bókmenntir af ýmsu tagi.

Nemendur hlustuðu af athygli og fengu sérstakt hrós fyrir góðar spurningar i lokin. Það er gaman að segja frá því að Alexander Dan ólst upp í Garðinum og var nemandi í Gerðaskóla. Einnig var það skemmtilegt að nýjasta bók Hildar, Hrím, var nýkomin á bókasafnið okkar og er strax komin biðlisti eftir bókinni.

Við þökkum Alexander og Hildi kærlega fyrir skemmtilega heimsókn.