Samskiptadagur

Fimmtudagurinn 8. október er samskiptadagur í Gerðaskóla. Þá koma nemendur með foreldrum sínum í samtal við umsjónarkennara. Þennan dag er líka hægt að hafa samband við kennara og fá síma- eða myndviðtal. Skólaselið er opið þennan dag frá kl. 8:15 - 16:15 fyrir þá sem eru skráðir þar.