Samskiptadagur 26.janúar

Miðvikudaginn 26.janúar er samskiptadagur í Gerðaskóla. Þann dag eiga kennarar, nemendur og foreldrar samtal um hvernig gengur í skólanum en viðtölin fara annað hvort fram í gegnum Teams eða síma en samtöl með túlki fara fram í skólanum.

Skólaselið er opið frá 08:15 – 16:15 þennan dag fyrir þá sem eru skráðir þar.