Samrómur – lestrarkeppni grunnskólanna

Gerðaskóli tekur þátt í grunnskólakeppni Samróms þar sem við hjálpumst að við að redda málinu okkar. Keppnin hefst í dag, fimmtudag kl. 15 og stendur yfir til 26. janúar.

Sem fyrr gengur keppnin út á að lesa setningar inn á samrómur.is. Upptökurnar munu svo mynda gagnasafn sem verður notað til að þróa máltæknilausnir sem kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku. Forseti Íslands og forsetafrú munu hefja keppnina og verðlaunaafhending að henni lokinni fer fram á Bessastöðum.

Nemendur, foreldrar og starfsfólk skóla geta lesið inn fyrir sinn skóla. Við hvetjum alla til að taka þátt því miklu skiptir að fá framlög frá breiðum hópi og tryggja þannig að tæknin skilji raddir og framburð allra.

Gerðaskóli fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í fyrra - vegleg verðlaun og heimsókn a Bessastaði þar sem Guðni forseti tók á móti okkur.

Allir geta tekið þátt í keppninni og lesið fyrir Gerðaskóla.   Íslenska er allskonar