Samræmd próf

Þessa dagana eru samræmd próf í 4. og 7.bekk. Að þessu sinni fara prófin fram á rafrænu formi og er þetta í fyrsta skiptið sem slíkt er framkvæmt. Við í skólanum vorum, eins og gefur að skilja, mjög spennt fyrir framkvæmd prófanna og var undirbúningur því bæði hjá starfsfólki og nemendum. 

Nemendur í 7.bekk þreyttu próf í íslensku og stærðfræði síðasta fimmtudag og föstudag. Var það mat manna að fyrirlögnin hafi heppnast vel og virðast nemendur hafa tekið þessari nýjung mjög vel.

Á fimmtudaginn 29.september og föstudaginn 30.september mun svo 4.bekkur taka próf í íslensku og stærðfræði.