Röskun á skólahaldi mánudaginn 7. febrúar

Í ljósi þess að gefin hefur verið út rauð viðvörun fyrir okkar landssvæði í nótt og snemma í fyrramálið, mánudag 7. febrúar, verður upphafi skólastarfs í leik- og grunnskólum Suðurnesjabæjar seinkað til kl. 10:00. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá skólunum ef frekari röskun verður á skólastarfi.

English: Due to a very bad weather forecast for tomorrow both preschools and elementary schools in Suðurnesjabær will not start until 10.00 tomorrow morning, Monday. Parents should monitor information from the school if the weather will have more effect on the school day.

Sjá viðvörun á heimasíðu veðurstofunnar