Öskudagur/skertur dagur

Á morgun (2.mars) er öskudagur. Þá er skóli frá kl. 8:15 - 11:20. Nemendur þurfa bara að hafa með sér nesti þennan dag og eru hvattir til að mæta í búningum. Boðið verður upp á stöðvar með fullt af skemmtilegheitum. Skólaselið er opið fyrir þá sem eru skráðir þar frá því að skóla lýkur.