Öskudagur

Öskudagur verður með hefðbundnu sniði í Gerðaskóla. Allir nemendur mæta í heimastofur kl. 8.15 og mega þeir koma í öskudagsbúningum. Nemendum verður skipt í hópa og fá hóparnir að fara á 8 mismunandi stöðvar. Þetta er skertur nemendadagur og mun því skipulögðu skólastarfi ljúka kl. 11.20. Nemendur geta fengið sér að borða áður en haldið er heim, á matseðlinum er pizza.
Skólaselið er opið þennan dag frá kl. 11:20 fyrir þá sem eru skráðir þar.