Öskudagur

Á morgun, miðvikudaginn 1.mars, er Öskudagur. Þá er skertur skóladagur og lýkur viðveru nemenda eftir hádegismat. Gæsla er fyrir þá nemendur sem eru þar skráðir og er opin til kl 16.

Við hvetjum nemendur til að mæta í búningum og gera sér glaðan dag. Við verðum með fjölbreyttar stöðvar og fáum hressan gest til okkar sem verður með smá skemmtun á sal.