Öskudagur 2022

Það var aldeilis gaman hjá okkur hér í Gerðaskóla í dag þegar nemendur og starfsfólk tóku þátt í öskudagsfjöri. Nemendum í 1.- 5.bekk og 6.- 10.bekk var skipt upp í 5 hópa og svo voru 8 stöðvar í boði fyrir hvern hóp en hóparnir sem í boði voru: vöfflustöð – Break out – tölvustöð – Kahoot – draugahús/spil+púsl – vísindi og listir – Just dance og hreyfing. Dagurinn heppnaðist alveg glimmrandi vel og fengu nemendur glaðning frá Suðurnesjabæ í lok dags.

Hægt er að skoða skemmtilegar myndir hér