Origamival

Nemendur í Origami vali læra um þessa fornu japönsku hefð sem kallast á íslensku pappírsbrot. Galdurinn á bak við fallegt origami er nákvæmni og þolinmæði. Hér skiptir öllu máli að fara eftir leiðbeiningum og vanda sig. Í fyrsta tíma lærðum við að gera fugla og önnur dýr og heyrðum af sögunni um 1000 trönurnar (1000 cranes). Í næsta tíma lærðu nemendur að gera box og voru útfærslurnar með ýmsu móti. Í þriðja tíma færðum við okkur í modular origami en þar er notast við fleiri en eina pappírsörk. Í tímanum gerðu nemendur tening en í hann þarf sex arkir af pappír.

Frábær vinna hjá þessum flotta nemendahóp.

Hægt er að skoða fleiri myndir hér