Opnun göngustígs milli Garðs og Sandgerðis

Fimmtudaginn 27. ágúst verður formleg opnun á göngustígnum milli Garðs og Sandgerðis. Að því tilefni verður blásið til litahlaups (color run) þar sem starfsmenn bæjarins munu dreifa litum yfir þá sem vígja stíginn og markmið verður að safna kílómetrum.

Saman munu nemendur skólanna, Gerðaskóla og Sandgerðisskóla, safna eins mörgum kílómetrum og hægt er. Vonandi munum við geta gert þetta að árlegum viðburði og safna fleiri kílómetrum á næsta ári.

Það sem við viljum biðja nemendur um að gera:
• Koma í fötum í skólann sem þola liti fyrir litagleðina.
• Fara eins langa vegalengd og þú treystir þér til, telja kílómetrana sem þú ferð og upplýsa kennarann þinn um hversu langt þú fórst.
• Vera í góðu skapi og miklu stuði og sýna öðrum nemendum tillitssemi.
• Ekki henda rusli á jörðina því þú færð örugglega einhvern glaðning á leiðinni.

 

Meðfylgjandi er boðskort fyrir nemendur í hlaupið frá bæjarstjóra og bæjarstjórn.