Opinn dagur

Í dag, fimmtudaginn 5. október, er opinn dagur í skólanum. Við bjóðum foreldra og aðra gesti sérstaklega velkomna milli kl. 10:00 og 11:10. 
Afrakstur þemadaga verður til sýnis, atriði á sal og öllum verður boðið upp á köku sem nemendur hafa bakað og kaffi. 

Gerðaskóli verður 145 ára 7. október og á morgun er alþjóðadagur kennara, bara gleði hér!