Oddur og Siggi

Nemendur 5. og 6. bekkjar fóru í heimsókn í Sandgerði síðastliðinn mánudag til að sjá leiksýninguna Oddur og Siggi.

Leiksýningin fjallar um flókin samskipti í heimi skólabarna. Tekið er á málunum af einlægni og húmorinn er aldrei langt undan. Sýningunni er ætlað að auka meðlíðan og skilning á afleiðingum sem óvarleg samskipti barna kunna að hafa í för með sér.

 

Hér er hlekkur á frétt Víkurfrétta um sýninguna.