Ný lota hefst í Bræðingi - myndband

Við ýttum bræðingnum um Gísla sögu Súrssonar úr vör í gær með þessari flottu kveikju sem sýnir m.a. ferðalag Gísla og fjölskyldu frá Súrnadal í Noregi að Haukadal á Íslandi. Kveikjan setur tóninn fyrir lesturinn og spennandi leiðangur um heim forfeðra okkar. Við mælum með að hafa kveikt á hljóðinu svo tónlistin fái að njóta sín.