Nemendur í 7. LE taka á móti sérhönnuðum farandgrip

Hefð er fyrir því í Gerðaskóla að á Degi íslenskrar tungu hefjist æfingarferli fyrir Stóru upplestrarkeppnina. Þar sem miklar takmarkanir voru þann dag gafst ekki tækifæri til að afhenda gripinn á réttum tíma.