MORÐ!

Nemendur í 8. og 9.bekk í Gerðaskóla hafa undirbúið leiksýninguna Morð! og nú er komið að því að sýna leikritið. Það verður sett á svið í Miðgarði í Gerðaskóla föstudaginn 28.apríl kl 20. Miðaverð er 1000 kr fyrir fullorðna og 500 kr fyrir börn. Miðaverð verður notað til tækjakaupa fyrir Miðgarð.

Sýningin verður einnig sett á svið á laugardaginn 29.apríl og sunnudaginn 30.apríl í 88 húsinu í Reykjanesbæ og er partur af Þjóðleik sem er leiklistarhátið ungs fólks og haldin annað hvert ár á landsbyggðinni.


Um leikskáldið 

Ævar Þór Benediktsson er leikari og rithöfundur og best þekktur undir nafninu Ævar vísindamaður. Hann hefur leið í leikritum, söngleikjum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum auk þess að skrifa átta bækur.