Microbit forritun

Á dögunum var haldið námskeið fyrir kennara Gerðaskóla á vegum Vísindasmiðju Háskólanna. Martin Jónas Swift kom í heimsókn og kynnti fyrir okkur Microbit forritun og vélmennagerð. Kennarar skemmtu sér mjög vel við að leysa þetta verkefni og voru útkomurnar skapandi og skemmtilegar. Hér má finna fleiri myndir frá námskeiðinu.

Námskeiðið var styrkt af Forriturum Framtíðarinnar og er hluti að innleiðingarferli á tækni í kennslu í Gerðaskóla.