Már Gunnarsson í heimsókn

Már Gunnarsson kom í heimsókn til okkar í dag. Hann hélt fyrirlestur fyrir nemendur 7. - 10. bekkjar á sal. Már ræddi feril sinn í sundi, ólympíuferðina til Japans og kom einnig inn á mikilvægi þess að setja sér raunhæf markmið og vinna hart að þeim til að njóta góðs af seinna meir. Nemendur okkar stóðu sig rosalega vel við að hlusta á Má og voru einnig dugleg við að spurja hann spurninga í lokin, taka myndir af sér með honum (með grímu) sem og að spjalla við hann að því loknu. Vinnuhundurinn Max stóð sig einnig með prýði og það var yndislegt að fá svona myndalegan og ljúfan fjórfætling í heimsókn líka. Við erum því afar kát og þakklát eftir daginn og hlökkum til að fá Má aftur í heimsókn í framtíðinni!

Hægt er að skoða fleiri myndir hér