Málm- og silfursmíði 8. – 10. bekkur valgrein

Undanfarnar vikur hafa ýmsar valgreinar verið í boði fyrir nemendur í 8. - 10. bekk. Ein af þeim er málm- og silfursmíði. Nemendur í málm- og silfursmíði hönnuðu og smíðuðu einfalda skart- og nytjahluti úr málmi. Áhersla var lögð á sjálfstæða vinnu nemenda. Nemendur hönnuðu skeið úr kopar og því næst skartgripi úr silfri. Þau útfærðu hugmyndir og hönnun, gerðu vinnuteikningar. Einnig var í boði að finna hugmyndir t.d. af netinu og blöðum og eða gera sínar eigin hugmyndir. Viðfangsefnin krefjast þess að nemendur vinni upp á eigin spýtur og taki verulegan þátt í að velja, móta og þróa verkefnin. Meginviðfangsefni kennarans er að vekja áhuga nemenda, virkja þá og vera þeim til ráðgjafar og aðstoðar eftir þörfum. Hér til hliðar má sjá myndir af verkum nemenda.