Mæting er mikilvæg – verklag um skólasókn

Góð skólasókn er grundvöllur velgengni í námi og leggur grunninn að heilbrigðu og jákvæðu viðhorfi nemenda til menntunar. Rannsóknir sýna að tengsl eru á milli góðrar skólasóknar og námsárangurs, og því er mikilvægt að við vinnum saman að því að tryggja góða mætingu og ástundun nemenda. Síðastliðið haust innleiddi Menntasvið Suðurnesjabæjar nýtt skólasóknarferli í öllum grunnskólum sveitarfélagsins. Þetta ferli er mikilvægur liður í að efla skólasókn nemenda og tryggja farsæld þeirra í námi.

Samstarf heimilis og skóla er lykilatriði í þessu ferli því með góðri og opinni samvinnu getum við fyrr brugðist við og komið í veg fyrir frekari vanda.

Við hvetjum foreldra og forráðamenn til þess að kynna sér skólasóknarferlið á heimasíðu skólans  (mæting er mikilvæg) eða hafa samband við umsjónarkennara barnsins ykkar ef þið hafið spurningar eða ábendingar.