Lýðræði og kosningar

Undanfarið hafa nemendur í Gerðaskóla fræðst um lýðræði og kosningar.

Kjörklefar voru settir upp í skólanum vegna Alþingiskosninganna og við það skapaðist kærkomið tækifæri til að láta nemendur taka þátt í kosningum við raunverulegar aðstæður.

Nemendur í 5.-10. bekk mættu á kjörstað, fengu kjörseðla og nýttu kjörklefana til að kjósa.

Það sem kosið var um - 

1. Á að breyta nafni félagsmiðstöðvarinnar sem nú heitir Eldingin?

2. Á  félagsmiðstöðin að vera í skólanum eða húsnæði utan skólans?