Litlu jól

Við viljum minna á að á morgun eru litlu jól Gerðaskóla, nemendur mæta í heimastofur frá kl. 8:30 og eru til 10.00.

Nemendur skiptast á pökkum (sem þeir hafa komið með til umsjónarkennara í vikunni), horfa á helgileik sem 4. og 5. bekkur hefur tekið upp og eiga notalega stund í stofunni ásamt starfsfólki.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Jólakveðja, starfsfólk Gerðaskóla