Litla upplestrarhátíðin 2024

Nemendur í 4. bekk hafa undanfarið verið að æfa vandaðan upplestur og sýndu uppskeru þeirrar vinnu þann 15. maí síðastliðinn. Nemendur fluttu samlestur, lásu ljóð og fluttu skemmtilegan leiklestur. Litla upplestrarhátíðin er haldin árlega i 4. bekk en hátíðin er góður undirbúningur og æfing í framkomu og upplestri og eru helstu markmiðin m.a. að auka lestrarfærni og efla sjálfstraust.

Þrír nemendur úr 4. bekk fluttu tónlistaratriði á hátíðinni og fulltrúar Gerðaskóla, úr 7. bekk, sem tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni lásu upp ljóð. Á hátíðinni voru góður áhorfendur en nemendur buðu foreldrum sínum að koma og fylgjast með og nemendur í 3. bekk voru sérstakir boðsgestir. Börnin buðu svo foreldrum sínum uppá kaffi og möffins sem þau bökuðu sjálf.