List fyrir alla - tónleikar

List fyrir alla er að hefja sitt annað starfsár og að þessu sinni komu þau Laufey Sigurðardóttur fiðluleikari, Páli Eyjólfssyni gítarleikari og Esther Talia Casey leikkona í heimsókn til okkar í Gerðaskóla og kynntu okkur fyrir nokkrum útvöldum tónskáldum. Allur skólinn kom í morgun til að njóta tónleikanna. Sumir nemendur tóku Esther á orðinu og lögðust fram á borð þegar hún bauð nemendum upp á að loka augunum og hlusta á vögguvísu. Í lok tónleikanna kom kór Gerðaskóla saman upp á sviði og söng lagið Á íslensku má alltaf finna svar eftir Atla Heimi Sveinsson og Laufey og Páll spiluðu undir. Yndisleg morgunstund í alla staði.

Hér eru myndir frá morgninum.