Leir og glerofn – afmælisgjöf frá kvenfélaginu Gefn og Suðurnesjabæ

Gerðaskóli fékk peningaupphæð frá Suðurnesjabæ og kvenfélaginu Gefn í tilefni af 150 ára afmæli skólans.

Ákveðið var að kaupa leir- og glerofn til kennslu í list- og verkgreinum.

Nú er ofninn kominn í hús og mun hann koma að góðum notum í kennslu með nemendum.

Gerðaskóli þakkar kærlega fyrir gjöfina.