Kynning á Sphero Bolt

Þann 3.febrúar sl. var stutt kynning á sal fyrir nemendur skólans. Þær Sara og Særún sýndu Sphero bolt vélmennin sem Gerðaskóli fékk í verðlaun fyrir þátttökuna í lestrarkeppni grunnskólanna í tengslum við verkefnið Samróm. Vélmennin tengja saman leik og forritunarkennslu og eru hönnuð til að ýta undir forvitni, sköpun og nýjar uppgötvanir. Það voru allir mjög ánægðir með þessa kynningu og í lokin fengu allir nemendur ís enda stóður þeir sig frábærlega í að lesa inn setningar og leggja íslenskunni þannig lið.

Hægt er að skoða fleiri myndir inná þessari slóð: https://www.gerdaskoli.is/is/myndir/myndir-2020-2021/kynning-a-sphero-bolts