Kósýdagur í 1.bekk

Í síðustu viku voru börnin í 1. bekk búin að vera 100 daga í skólanum. Þau hafa talið dagana frá skólabyrjun og skráð inn á 100 töflu. Með því æfðu þau sig í tugum og einingum. Í tilefni af þessu völdu börnin að vera með kósýdag og koma með bangsa eða dót. Þennan dag var líf og fjör í 1. bekk.