Kosningar í skólanum

Síðustu daga hafa kosningar og lýðræði verið kynnt fyrir nemendum. Í námsveri eru nú komnir upp kjörklefar fyrir kosningarnar á morgun og því nýttum við tækifærið að leyfa nemendum að kjósa. Fjölmargir nemendur tóku þátt í kosningum í gegnum krakkaruv.is þar sem framboðsflokkar voru kynntir og ýmsa fræðslu um kosningar má finna.

1.bekkur ákveð að taka fyrir lýðræði í bekknum og var kosið um uppröðun borða í skólastofunni. Í meðfylgjandi albúmi má sjá myndir frá kosningunum og við vonum að þið fyrirgefið að við hliðruðum smá til lögum um myndatökur í kjörklefa.