Jólin kvödd

Í dag héldu nemendur og starfsfólk uppá litlu jólin á frekar óhefðbundinn hátt þar sem vetur konungur ákvað að lengja jólafríið hjá öllum og breyta þar af leiðandi áralangri jólahefð.En þetta fór allt vel og pakkarnir biðu bara eftir nemendum og var haldin notaleg stund hjá hverjum og einum bekk í morgunsárið þar sem jólapakkarnir voru afhentir. Einnig var samverustund á sal þar sem nemendur, jólasveinar og starfsfólk dönsuðu í kringum jólatréð og voru sungin jólalög þar sem fjórar stúlkur úr 2. og 3.bekk leiddu sönginn, það var mjög notaleg stemming.