Jólaval 8.- 10.bekkur

Nemendur í 8. - 10.bekk voru í jólavali í dag, það voru 4 stöðvar í boði. Hægt var að velja um bakstur, föndur, spil eða bíó. Þeir sem völdu bíó voru bara á þeirri stöð en aðrir gátu farið á tvo staði. Það var ilmandi kökulykt á göngum skólans og tónlistin ómaði í bland við hlátur og skemmtilegt spjall. Hægt er að skoða myndir hér