Jólaval 2020

Það var skemmtileg stemmning sem myndaðist hérna í skólanum okkar í gær þegar nemendur og kennarar áttu góða jólastund saman. Það var gaman að sjá hvað allir gleymdu sér í stað og stund. Þetta sýnir okkur bara að þó svo ástandið í þjóðfélaginu sé búið að vera skrítið, þá er alltaf gott að horfa á björtu hliðarnar og skapa sína eigin jólagleði :)