Jólaval 1.- 7.bekkur

Í dag var jólaval hjá 1.-7.bekk, það voru nokkrar stöðvar sem hægt var að velja um. Hjá 1. og 2. bekk var perlustöð, föndurstöðvar þar sem hægt var að föndra bæði kransa og jólatré og svo var líka hægt að búa til kertastjaka úr trölladeigi. Hjá 3. og 4. bekk var hægt að velja um að mála listaverk á ganginum, föndra á krukkur eða gera jólakransa og einnig var perlustöð. Hjá 5. – 7. bekk voru kerta- og krukkuskreytingastöð, break out, jólaföndur, bakstur og perlustöð en nemendur áttu að velja sér 4 stöðvar til að vinna á. Það var mikið fjör og gaman að sjá listaverkin sem nemendur voru að búa til. Hægt er að skoða myndir frá þessum skemmtilega degi hér