Jólasamvera 2021

Í dag var jólasamvera hjá okkur í Gerðaskóla, það var mikið líf og fjör í skólanum þar sem nemendur voru að klára að skreyta sínar stofur og einnig var tekið rölt um skólann þar sem nemendur voru að kjósa um flottustu jólahurðina. Nemendur fóru í mat á sínum vanalega tíma en það var með aðeins öðruvísi sniði þar sem það var hátíðarmatur með öllu tilheyrandi og ís í eftirrétt og ekki nóg með það heldur voru tvö tónlistaratriði en þau Elísa Tan Doro-On og Ögmundur Ásgeir Bjarkason nemendur í 7.KE spiluðu bæði á píanó. Það var svo tilkynnt hver sigurvegari jólahurðarinnar væri en það voru nemendur í 9.RB sem fengu viðurkenningarskjal að launum. Við erum ótrúlega stolt af okkar nemendum sem stóðu sig með stakri prýði í jólasamverunni.

Hér er hægt að skoða myndir.