Jólamatur

Í dag var allur skólinn saman í jólamat. Við nutum jólalaga í flutningi skólahljómsveitarinnar og þrátt fyrir að hafa ekki textann fyrir framan sig tóku öll börnin undir og sungu með.

Notað var tækifærið og veittar viðurkenningar fyrir best skreyttu jólahurðina, lestrarátakið og bókahillukeppnina. Óskum sigurvegurum kærlega til hamingju.

Hér eru myndir frá deginum.