Jólaljósin tendruð

Að morgni 1.desember fóru nemendur Gerðaskóla ásamt starfsfólki að fylgjast með þegar ljósin á jólatrénu voru kveikt. Yngsti nemandi Gerðaskóla Vilhjálmur Steinar sjá um að tendra ljósin á jólatrénu með dyggri aðstoð Magnúsar Stefánssonar bæjarstjóra. Tónlistarmaðurinn Hreimur Örn Heimisson sá um undirspil og söng sem kátir nemendur tóku vel undir. Í lok dags fengu allir nemendur góðgæti með sér heim, mandarínur og nammipoka.

Hægt er að skoða fleiri myndir hér