Nemendur í 8.-10. bekk í Bræðingi settu á svið leikritið Þegar Trölli stal jólunum.
Sýningin var sýnd tvisvar í gær, 18. desember, fyrir 5.-7. bekk og fyrir 1.-4. bekk.
Bræðingur er samþættingarverkefni á unglingastigi þar sem faggreinum er blandað saman og þar á meðal list- og verkgreinum. Bræðingur er unninn í lotum og var jólaleikritið hluti af jólalotu sem hófst 3. desember. Nemendur gátu meðal annars valið að taka þátt í uppsetningu á leikriti. Því var miklu áorkað á skömmum tíma.
Myndir má finna hér.
Hér er einnig stutt myndband frá sýningunni.